Leiðbeiningar eftir implantaaðgerð

Verkir

Nota verkjatöflur eftir þörfum eftir aðgerð verkjalyf eins og íbúfen/Voltaren og samhliða því er gott að taka paracetamol eins og Paratabs eða Panódíl.


Munnhirða

Passa að skola munnin sem minnst fyrstu dagana eftir aðgerð. Gott er að skola munninn eftir 2 daga og fram að saumatöku með sótthreinsandi munnskoli sem inniheldur klórhexidín eins og corsodyl. Það er í lagi að bursta tennurnar en passið að bursta ekki sárið.


Fæða

Passa að leyfa deyfingunni að fara áður en byrjað er að borða. Best er að borða mjúkan mat fyrstu 2 dagana eftir aðgerð. Forðist heita drykki og mat fyrstu tvo sólarhringanna.


Bólga og blæðing

Bólga og smá blæðing er oft fylgikvilli aðgerðanna en ef mikil bólga myndast hafið þá samband við okkur á tannlæknastofunni.  Bólgan getur komið eftir 24 klst og nær hámarki á 2-3 dögum. Bólgan getur verið til staðar í 7-10 daga. Mjög gott er að nota kaldra bakstra í 20 mín nokkrum sinnum yfir daginn fyrstu tvo sólarhringanna.


Sýklalyf

Ef sýklalyfi hefur verið ávísað er nauðsynlegt að klára skammtinn. Ef eh aukaverkanir koma samhliða sýklalyfjainntökunni þá hafið samband við okkur á tannlæknastofunni.


Laus tanngervi

Ekki nota laus tanngervi fyrstu dagana eftir aðgerð


Hreyfing

Forðist líkamlega áreynslu fyrstu 2 sólarhringana eftir aðgerð.


Græðsla

Best er að taka því róglega og hvíla sig fyrstu dagana eftir implantaaðgerð til að eðlileg græðsla getur átt sér stað. Forðist reykingar og áfengi fyrstu daga eftir aðgerð. Hefja má smíði tanngerva eftir um það bil 10-12 vikur. Stundum þarf að bíða í lengri tíma allt að 6 mánuði.


Leitið til okkar ef:

  • Færð hita, ógleði eða uppköst
  • Ef verkur, bólgan eða blæðingin hættir ekki
  • Verkurinn versnar með tímanum og lagast ekki

Bókaðu tíma hjá okkur og njóttu heilbrigðara bros

Fylltu út nauðsynlegar upplýsingar og við svörum þér við fyrsta tækifæri

Bóka tíma

Fyrirspurn þín er móttekin
Eitthvað er ekki rétt!