Tannplantar eru lausn sem breytt hefur miklu síðastliðin ár. Um er að ræða titan skrúfur sem settar eru í bein og látnar gróa fastar í beininu. Skrúfan gegnir þannig hlutverki sem rótarhluti tannarinnar gengdi áður. Þegar tannplantinn hefur gróið fastur í beinið er óhætt að setja krónu á tannplantann. Auk þess að gera hefðbundnar tannplantakrónur í tannlaus bil eru tannplantar mikið notaðir við festingu gervitanna og segja má að enginn ætti að vera með lausar gervitennur lengur.